.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, janúar 11, 2005

Undur og stórmerki!
Ég hef rifið mig upp úr dáleiðslu GTA Vice city með því að vinna hann og hana nú! Tvær og hálf vika...ekki svo slæmt þó ég segi sjálf frá. Núna get ég farið á meðal fólks á ný þar til ég fæ San Andreas lánaðan.
***
-Eitt færði þessi djöfullegi dáleiðsluleikur mér af viti og það var lagið Atomic með Blondie sem er crrrazy og mæli ég með því að nálgast það pronto með garanteruðum dansárangri annars skal ég hundur heita.

-Fyrst ég er byrjuð að mæla með hlutum get ég alveg eins mælt með A hitchikers guide to the galaxy sem ég er reyndar ekki búin að klára en hún er mjög fyndin.

-Fishermans Friend staup er mjög gott ef maður er andfúll og vill vera ferskur sem fress á skrallinu.

...Þetta án efa old news eða gamle nyheder fyrir upplýsta lesendur GMF svo ég hætti nú áður en ég gerist úthrópuð fyrir taktlausa tilburði til að vera inn.

Svala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs