.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, janúar 18, 2005

Vangaveltur Svölu þriðjudaginn 18/1:

-Hvers vegna getur túrinn ekki verið yfirstandandi í hálfan dag, bara rétt til þess að segja svona: ,,Hey allt í góðu hérna, ekkert baby eða vesen, bless."..? Þá væri lífið einfaldara og minna subbulegt.

-Af hverju sér maður aldrei konu í risastórum hvítum brúðarkjól hlaupa um bæinn með angistarsvip, jafnvel grátandi? Það myndi krydda upp tilveruna.

-Hvers vegna verður maður aldrei vitni að því þegar maður er úti að borða að hávært rifrildi bresti út á næsta borði sem endar í því að annar aðilinn skvettir drykk í andlitið á hinum og rýkur út..?

-Hvers vegna heitir hrásalat hrásalat þegar það er í e-u gumsi og því alls ekkert hrátt?


Meira velti ekki vöngum yfir, því venjulega velti ég ekki vöngum heldur bara veltist um í hringi..frekar óþægilegt í prófum og svoleiðis.
En af þessu má ráða að ég er ekki mjög þenkjandi manneskja og að ég er á túr.
---

Við GMF liðar teljum réttast að vara lesendur í sambandi (þ.e. þá sem eru með e-um) við komandi brake-up bylgju (eða öllu óþjálla; sambandsslitsbylgju) á suðvesturhorninu.
Nú þegar hafa þrjú ónefnd pör sem GMF þekkir til hætt saman nýlega og þykir það merki að von sé á fleirum með vorinu. Bylgja þessi kemur upp árlega á vorin og varir venjuleg í 2-3 mánuði eða lengur og urðu ónefndir þekktir pennar á þessum vefmiðli fyrir barðinu á henni á síðasta ári.
Því bendum við sambandsaðilum um víðan völl að hafa varan á. Eða kannski ekki.
Hmmm.


Svetlana.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs