| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Dem It und Die Hard Nú er góssentíðin í Háskólanum búin, ekki meir í gogg gefið. Vaka og Röskva eru hætt að gefa manni að borða. Ég veit ekki hvað ég át ekki, maður var alltaf svona eins og gráðug gæs á vappi í kringum borðin hjá þeim. Kom svona að þeim og þóttist vera að skoða framboðslistann eða einhverja dreifimiða. Stundum, þegar vel lá á manni þá gat maður spurt spurninga, og alltaf var tekið vel í þær, sama hversu asnalegar þær voru: "Afsakið en er Andri Heiðar ættaður að vestan eins og ég?" Svar: "Já já hann er alveg pottþétt ættaður þaðan, hann er alveg áreiðanlega frændi þinn!". Þegar maður var búin að spyrja svona um alla framboðsmenn og orðin heltekinn mikilli áfergjan þá var maður orðin eins og gæsin á tjörninni, farin að éta umbúðir og dreifimiða, allir skyldir manni bara og fullt af djúsí shitt í boði. Einhver vökuliðinn kom barasta með tyggjókarton og þegar maður var búin að ropa upp úr sér dreifimiðunum og einum og einum lykli gat maður fengið sér heilu pakkana af blessaða jórturleðrinu. Ég hef aldrei, svo ég muni, kosið fólk sem hefur náð meirihluta, fyrr en núna. Mér finnst mjög skrýtið að Röskva hafi náð meirihluta en samt kaus ég hana, ég veit ekki alveg hvað ég á að halda. Mér er farið að líða frekar illa, er ég farin að styðja ríkjandi stjórn? Verð ég núna að hætta að vera reiður stjórnarandstöðuliði? Ég verð kannski bara að skipta um lífstíl. Verða snúðug og kjósa bara þá sem eiga mestu möguleikana á því að vinna. Ég hef aldrei áður í lífinu fengið vilja mínum framgengt í kosningum (nema í einhverjum kosningum í fótboltalið í grunnskóla, og því sambærilegt), mér finnst eins og ég sé að taka völdin. Jæja best að reyna að samgleðjast sjálfum sér.... mmmm þetta er fíhíhíhínt! Best að dansa smá... Nú eru næstum öll gögn komin til grafar varðandi umsókn mína til Trallalíu. Köngulærnar þar eru víst á stærð við Auði Möggu en það má víst leggja fyrir þær gildrur og eitur. Svo er það þetta með þessa hákarla, ég er sko mjög hrædd við hákarla, og ekki lagaðist það um daginn þegar einn brimbrettkappinn var étinn eins og smarties. Já eins og smarties segi ég. Það var reyndar á vesturströndinni, en þessi hákarl getur nú alveg synt hvert sem er. Einu sinni var Jóakim Aðalönd í Trallalíu (í Don Rosa sögu) og það ringdi svo mikið að hákarlarnir syntu upp á land og bara út um allt. En nú veit enginn um hvað ég er að tala. Bless. In God we Trust Die B-girl
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |