.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, febrúar 07, 2005

Dj-amma var sveitt um helgina og spilaði á svitaballi Röskvu á Grand rokk á föstudaginn. Það þurfti eiginlega enga stimmungsmache eða stemmningsuppbyggingu því fólkið var svo húrrandi sveitt frá fyrstu mínútu að það hefði dansað við atti katti nóa til að svitinn lifði. En fólkið var ánægt með ömmu því hún var mikið sveitt og með grín og glens.
Ég varð mjög stolt af honum kæró mínum sem vann titilinn sviti kvöldsins enda frekar sveittur gaur þar á ferð.
En ég mæli með þemanu "sviti" fyrir öll böll því hver vill ekki dansa í joggingalla með svitaband?

Orð færslunnar: sviti
Færslumúsíkin: atti katti nóa, gamli nói remix.


-------
5 hlutir sem ég hlakka til:
-Að vera búin með möppu til að skila í listaháskóla
-Að borða páskaegg og gera allt í heimi í New York um Páskana
-Að vita nákvæmlega hvað ég ætlar að verða þegar ég verð stór...og verða rík og fræg eftir það..
-Að kaupa feita og fallega 15" combo Powerbook
-Að sofa út næsta laugardag.

5 hlutir sem ég kvíði fyrir:
-Að klára og skila inn möppu í listaháskóla
-Að komast ekki inn í listaháskóla
-Að eiga engann pening eftir New york um Páskana
-Gróðurhúsaáhrifunum
-Að verða gömul

Skitsó Swallow

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs