.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
föstudagur, mars 18, 2005

Af því að Svala er að fara til New York ætlar Spiderman að dansa ofan á ...aha... á meðan. Spiderman þessi er fagurlega vaxinn frá stafni aftur í skut.
Minnir kannski svolítið á minn eigin líkamsvöxt!
Það eru nú annað er margir lesendur Gefmérfive sem eru mun feitari nú í ár en það síðasta, þið ættuð að fylgja mínu fordæmi og borða bara á laugardögum, því laugardagar eru "borðidagar".

Kv. Birta Mónika
--------------------------------

Við þökkum fyrir skrif Birtu Móniku, ungfrú Pepsi Max.

Ég öðlaðist þann heiður að fá að heyra í Eurovision laginu hennar Selmu sem verður frumflutt á morgun og djíí, það byrjar alveg eins og Toxic með Britney, sko 90% alveg eins byrjun. Toxic er nú frekar gott lag að mér finnst og því ekki leiðum að líkjast, mér finnst bara fínt að hafa lögin svona lík, já já bara fínt, hér er ekkert nema jákvæðnin í gangi, svo finnst mér lagið yfir höfuð bara fínt líka, svo finnst mér fínt að þessi Spiderman-kall sé að dansa ofan á könnuninni okkar, allir mega dansa ofan á henni sem vilja, og oná mér bara líka... já já...

Nú vil ég biðja alla lesendur að taka að ofan og leiða hugan til Auðar sem liggur á banabeðinu. Vegna bana hennar og þar ofaná bættri gubbupest verður lítið úr flutningum á næstunni.
Það verður flutt þá bara í næstu viku, og þá mun Auður og ástkona hennar búa mitt á milli Loga Bergmanns og Kaffi Austurstrætis, mitt á milli frægðar og feigðar.

..sem minnir mig á að við Svala sáum bíl keyra á miklum hraða á unga konu um daginn á Hringbrautinni og það var hrikaleg sjón í alla staði. Sem betur fer stóð stelpan/konan upp því að við héldum í fúlustu alvöru að eitthvað mjög alvarlegt hafi átt sér stað. Ég veit ekki hvernig þetta fór en djí, eins og algengt er í svona slysum þá var þetta einn bíll sem var að hleypa vegfaranda yfir á tvöfaldri akrein og sá bíll sem er fjær vegfarandanum sér það auðvitað ekki og keyrir áfram, á miklum hraða...o.s.frv.

Þetta minnir mig síðan á það að þegar ég og Auður voru saman í enskuskóla árið 1998 þá gekk sú kjaftasaga fjöllum hærra á milli Þjóðverjanna að ég héti Brumm dushhh en Auður Auto. En það er allt önnur saga og hún á hvergi heima nema í koddahjali mínu Auðar. Þegar við komum heim fórum við síðan á Armageddon í bíó og það er sko mun leiðilegri saga, en umdrædd mynd leiðinlegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð.

Vil að lokum að minna fólk á að Toffy Pops er mjög gott, hef tekið eftir því undanfarið að fólk sé farið að gleyma því, en nei, það er enn mjög gott.

Mr. Bingu

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs