................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
fimmtudagur, mars 24, 2005
Bryndís á afmæli í dag! Vei og Húrra fyrir því, lyftum glösum af e-u tagi og gleðjumst því nú er hún orðin gömul kona. Höfuðstöðvar GMF í New York óska henni hjartanlega til hamingju með afmælið einhvern vegin svona: hjartanlega til hamingju með afmælið! BB lengi lifi húrrahúrrahúrraogalltaðverðavitlaustbrjótibraml! ---- Já New York er mjööög feit og hefur staðist allar mínar væntingar hingað til. Í fyrradag var mjög gott veður og röltum við Atli um lower Manhattan eins og í rómantískri gamanmynd. Gærdagurinn kom hins vegar skyndilega með ógeðslegt veður á hvaða mælikvarða sem er; slydda, rok og slabb. Svo við flúðum inn í Moma, hrikalega stórt nýlistasafn og það var mjög gaman svo gjörla en tók hressilega á. Gærkvöldið fórum við á tónleika með The go! team sem var allt gott og blessað os.frv. Ég gæti alveg hugsað mér að búa hérna í Williamsburg í Brooklyn, ég hef hvorki verið mugguð né drepin sem er góður plús, en það er mjög góður indie local stemmari hérna sem ég mæli með. Jæja, út vil ek! Til hamingju aftur Bryndís og værið þið bless.
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |