.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
miðvikudagur, mars 30, 2005

Elsa átti afmæli um daginn og var mikið þönder partý á Njallanum í tilefni þess (fyrir þá sem nenna ekki að lesa: "Stína stuð, Kata keila og Magni Mega" ógeðslega gaman";)" færslu, vinsamlegast lítið undan).
Já einmitt, þönder partý. Elsa hefur þann skemmtilega sið að kasta hressilega upp á afmælisdag sinn, eftir slík köst og fleira á Kaffi Kúltur varð að koma stúlkunni upp í leigubíl til þess að færa hana frá Kúlturinu og alla leið upp á Njálsgötu (sem sagt: hægri vinstri stopp).
Þegar þetta var að gerast voru Stína stuð (lesist: Rut) og Kata keila (lesist: Bryndís)á Kaffibarnum og var það ógeðslega mega sega 2000 gaman (lesist: frekar fine).
Stína var í sálusorg mikilli og varð margur maðurinn hryggur aðeins við það eitt að sjá angurvært andlit hennar. Nema hvað, kemur ekki maður einn, frægur og fagur, svo fagur að sólin myrkvast er hann rís úr rekkju og smellir kossi á kinn okkar stúlknanna svo að undrunaróp mikil upphöfðust. Þegar Stína og Kata komu síðan heim til sín og sáu Elsu velta út úr leigubílnum með 450 króna skuld vegna þessarar miklu keyrslu þá sögðu þær Elsu tíðindin og kastaði hún fagurlega upp að því tilefni. "Öfund" sagði Stína þá.


Af deginum í dag:
Í dag er miðvikudagur en þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að það væri sko dagurinn þarna á undan, þriðjudagur. Vaknaði þess vegna "snemma" og bölvaði rækilega Páli háskólarektor, töflusmiðum háskólans og "mjá mjá mjá" nætur-kisunni í garðinum. Labbaði svo í skólann og settist inn í listasögutíma sem fjallaði nú um barnasálfræði.
Ég fattaði þá að ég væri í vitlausri stofu og fór þess vegna í hina stofuna sem hýsir gjarnan listasögu en þar var ég komin inn í miðja Fyrri heimstyrjöld (1916).
Báðir þessir tímar voru mjög fræðilegir.
Eftir mikið vagg og vangaveltur fattaði ég að það hlyti að vera mánudagur en eftir að hafa reynt að fylgja mánudagsprógramminu eftir kom í ljós að það var miðvikudagur og þá fór ég bara á brott og þvertók fyrir það að vera að hanga í þessum bévítans háskóla sem veit ekki neitt.
Þannig að ég fór í IKEA og fékk mér eina pullu beint í munninn eins og maður gerir þegar háskólinn er með einhvern skeyting:
"Já komdu bara með hana beint í munnopið! Svona, bara eins og hún leggur sig!"
Og konan í pulsudeild IKEA hitti beint í munn-aumingjan eins og heimsmeistari í pílukasti væri. Það japplaði á mér hver tuska og að lokum þurfti Auður að koma á "rauðu steikinni" og bjarga mér frá því að kaupa 4 sturtuhengi sem hétu álíka IKEA-legum nöfnum og "Ripa" "Sveppa" "Inera" og "Prumpa" og voru þau öll eftir miðaldra gráhærðan mann með bros á vör sem heitir Sven Aage Madegaard.

Daginn í dag gerði drottinn guð og var hann sérdeilis prýðilegur þessi guð.

Boris og Bobby

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs