.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, mars 28, 2005

Ég hef aldrei lent í annarri eins rigningu á annars óstórkostlegri ævi minni eins og í dag. Orðið úrhelli öðlaðist nýja merkingu fyrir mér þegar allar götur borgarinnar urðu að árfarvegi. En sem betur fer keypti ég mér mjög flotta glæra regnhlíf svo ég gat allavega verið pínu stylish þó að allur neðri hlutinn minn væri eins og blaut tuska. Við Atli vorum mjög iðin við fatakaup í dag og ég get loksins stolt sagt að ég hafi eytt mjög drjúgum pening í óþarfa flíkur, húrra fyrir því.

Vikan er búin að vera mjög góð og mig hryllir hreinlega við tilhugsuninni að koma heim í hræðilegt stress.... mikið hr-...
Við erum búin að gera ýmislegt túristalegt síðustu daga, fara upp í Empire state, sigla á ferju um manhattan, rölta á Times square-sem gjörsamlega blew my mind- og fara á stórskemmtilegan Broadway söngleik ofl. Í gær fórum við svo á tónleika með crazy japönskum pönk-rokk/hevy metal hljómsveitum og sem endranær voru japanirnir með mikið gaman og mikið grín.
......þetta er allavega það sem er efst í huga þessa stundina og er hentugast að matreiða ofan í ykkur, kæru lesendur, á stuttum tíma því núna þarf ég að pakka og fleira skemmtilegt.

Svala, frá höfuðstöðvum GMF í New York.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs