................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Einn Svíi sagði eitt sinn: "Hús eru vélar fyrir fólk til að búa í." Þá er mín vél eitthvað biluð. Ég myndi helst vilja líkja henni við hárblásara sem gæddur er þeirri ótrúlegu tækni að blása köldu lofti. Eins og er þá festist blái takkinn inni og það blæs mjög köldu, suðaustan 18 Austurland að Glettingi, það er íbúðin mín. Það var svell inn á rúðunum í morgun. Svo voru einhverjar lóu-píur að spígspora fyrir utan HÍ í gær, alveg að miskilja veðrið, kannski voru þær í einhverjum öðrum erindagjörðum en að boða blíðveðri. Eitthvað lóu-gang að hanga í reykingarhorninu hjá Árnagarði, djös... vitleysa er þetta í þeim, flautandi og spriklandi. Það var svo kalt þegar ég labbaði heim úr Háskólanum í dag að ég varð að stela mér trefli úr Guðfræðideildinni, annars hefði ég ekki lifað gönguna löngu af. Hann var úr flísi og á honum stóð FH sem er nokkuð gott mál fyrir mig. Lofa að skila honum aftur á morgun. Það sá þetta hvort eð er enginn, allir guðfræðinemarnir lágu á bæn á meðan, páfinn dáinn og svona, nóg að gera. Rapplag af þessu tilefni: A: Hvar er páfinn B: Hann er dáinn. A: Hvar er lóan? B: Hún er dáinn. Chorus: Þau eru frá þolraun laus. Þau vakna aftur í Paradís. Lóan þó öfug, með stél á haus. Páfan ei úr holdi heldur úr flís. Jæja já. Þetta var nú ekki alveg kristilegt en það er nú miðvikudagur og svona. Þá er ég búin að setja þær stórglæsilegu myndir sem bárust í keppnina inn á Photo Moto. Þeir sem að sentu mér fleiri en 4 myndir verða e.t.v. leiðir en ég varð að velja úr þær 4 sem mér þótti bestar. Ef það er einhver óánægja með það þá vitið þið hvert á að leita. Hefst þá sýningin. Belinda Burry ATH: Enn má senda inn myndir
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |