.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
fimmtudagur, apríl 21, 2005

Loksins kom TOEFL-ið til bæjar og það var vel. Skoraði hærra en björtustu og fríðustu menn þorðu að vona og martraðir ýmsar höfðu tjáð.
Skráði mig í MA nám um daginn, ég viðurkenni það þá bara, mér finnst mun skemmtilegra að læra í HÍ heldur en að vinna.
Í HÍ er nefnilega gott stuff í gangi. Maður getur tekið sér frí þegar maður þarf en unnið síðan þegar vont veður er úti og enginn í stemmara. Maður er aldrei að glápa á klukkuna og kennararnir eru dásemd ein, allavega þessa önnina.

Jæja, helvítis nördið á manni,sem minnir mig á það að mér finnst Hr. Mac-aula-y Culkin vera mjög sætur þessa dagana, alveg mun sætari en þegar maður var skotinn í honum í 10 ára bekk.
Hann er mjög... fagur.. að sjá... karlanginn. Já, svona þessa dagana, eins og ég sé eitthvað að sjá hann þessa dagana, meiri vitleysan, væri samt til í að sjá hann einn daginn.
Byrjaði í fyrradag á því að sjá Hr. Bobby Fisher, hann stóð mjög nálægt Fischer-sundi, mig langaði til að benda honum á þessa skemmtilegu tilviljun en ég kunni ekki við það. "You are standing real close to the sund of yours Mr. Fisher", já þetta er sko TOEFL enska upp á allmarga tugi, þótt ótrúlegt sé.

Er búin að gera 27 greinagerðir á 1 viku, hver greinagerð er 1-3 blaðsíður.
Þær eftirminnilegustu fjölluðu um afskorna fingur í skyndibitamat, djöfladýrkendur í Þýskalandi, konu í Afríku sem var étinn af innan af banana-lirfu og stúlkukindur að eiga unaðsstundir með kókflöskum og humarhölum. Mmmm unaðsstund með humarhala.
Þess á milli hef ég átt notalegar stundir með villikisum og harðfiski, drukkið bjór, reykt mikið í óbeinum reykingum, dottið niður stiga, rústað coke-vélinni á Subway. Var s.s. að koma af skemmtistað þar sem reykt var mikið, með villikött í hægri og harðfisk í vinstri, og með svona bjórhatt og rör frá honum og upp í túlann, fór á Subway og ætlaði að fá áfyllingu á bjór úr coke vélinni en eftir hróp og læti sagði konan mér að fara upp á efri hæðina að tala við útibússtjórann en þegar ég var hálfnuð upp stigann þá rann ég í bleytu og beint ofaná kókvélina og Coka-Cola fór á hausinn í kjölfarið.
...nei, þetta gerðist allt í ótengdri atburðarás, því miður.

Næstu dagarnir verða lagðir undir námskeið eitt í HÍ sem ég hef aldrei getað mætt í, ég veit ekkert um það nema nafnið. Þess á milli er unaðslegt að vera úti í þessu yndislega veðri sem búið er að vera síðustu daga, ekkert er betra í heiminum, verst hvað ég sakna sauðburðarins á vorin.

Fékk þessa eins og þrumu í hausinn í kjölfarið af síðustu færslu:

Bambaríma hin fyrsta:

Litli ljóti Bambi
Lá í Never-landi
af áfengisins-þambi
varð hann ó-alandi



B-vítamín

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs