.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
laugardagur, apríl 23, 2005

Mikið sem það er gaman að sumarið er komið... eða næstum því komið...það er ábyggilega að læðast fyrir hornið í síðum frakka með hatt og sólgleraugu en í bikiní undir! Þið skiljið.
Ég er allavega búin í skólanum og sumarið því byrjað hjá mér, ég bíð bara eftir alvöru svölunum sem koma fljúgandi frá heitu löndunum, ég a.m.k held að fuglasvölur sé að finna hér á fróni. En ég er byrjuð að vinna, og missi væntalega af öllu feita dótinu, hangsi á austurvelli og svoleiðis sökum vinnutíma, en hey! ég kvarta ekki, sumarið er fínt, þótt maður missi af því...
Sumardagurinn fyrsti var allavega mjög fínn, ég fór í fyrsta skipti á línuskauta sem var mjög gaman enda mikil morðtól þar á ferð og hver hefur ekki gaman af morðtólum. Atli slóst með í för á hlaupahjóli og renndum við okkur niður í bæ á kaffi hljómalind sem er mjög indæll staður og það var gaman.

---
En að allt öðrum málum

það er eitt umræðuefni sem hefur legið á mér í þó nokkurn tíma. Síðustu föstudagskvöld hefur stöð 2 var verið að sýna þættina Reykjavíkurnætur sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Ég hef sá nokkra þætti með öðru auganu, sem var alveg nóg því hefði ég séð þá með báðum hefði illa farið. Þessir þættir eru algjör hörmung. Ég gat allavega ekki séð meira en 3 mínútur af honum (og það með öðru auganu!), enda persónusköpun og samtöl vægast sagt í verri kantinum. Ég er auk þess orðin mjög þreytt á þemanu "Við-erum-geðveikt-full-og-í-ruglinu-iðjuleysingja-miðbæjarrottur-með-komplexa-og-illa-skapaðir-karakterar-ohh-æli-æl-en-eigum-samt-að-vera-meinfyndin" í íslenskum bíómyndum og dagskrárgerð því engin önnur mynd af ungu íslensku fólki virðist vera dregin upp. Fyrir utan kannski myndina Dís þar sem ég var mjög ánægð að sjá ekki atriði inni á skemmtistað með berbrjósta stelpum og fólki að ríða á klósettinu og allir ógeðslegir.
... Eða hvað finnst ykkur?


SumarSvala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs