.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, apríl 26, 2005

Þær gerast varla súrari pabba-helgarnar en sú síðasta. Sperrtir pabbar, eldri konur með smáhunda og fjöldinn allur af börnum á leikskólaaldri standa við tjarnarbakkann og stara á stokksandarstegginn koma vilja sínum fram við stokksandarkollu.
Og það er enginn unaðsstund né rómantík, nei slíkar stundir og tíkur viku sér frá tjarnarbakkanum í þann mund sem steggurinn beit kolluna í hausinn og kaffærði henni hvað eftir annað.
Ég horfði á hörmungarnar, hálf vandræðaleg, fannst eins og hugsanlega gæti þetta verið mér að kenna. Pabbar, gamlar konur og leikskólabörn geta varla borið ábyrgð á öðru eins líferni saklausra anda sem segja venjulega bara "bra" og borða svo brauð.
En nú var ekki kvæði kvakað né brauð borðað, því nú kom að hóp-nauðgunaratriði miklu þar sem þrír grænhöfðar kepptust við að stúta, og njóta, kollunnar með barsmíðum ýmsum.
Undir brú hélt reiðingin og síðan sást ekki til kollunar meir, þetta minnti á smækkaða útgáfu af skertustu myndum stríðsmisþyrminga, með öndum í aðalhlutverkum.
"Hvert fór öndin?"" Spurði einn drengur út í loftið, hin börnin tóku undir.
Enginn þorði að segja neitt.
Ég var þá löngu hætt að fylgjast með blettinum þar sem kollan hvarf, svona eins og hún væri bara að hafa það náðugt á botni tjarnarinnar og enginn hafi hugsanlega kannski dáið.
Fljótlega byrjaði fólk aftur að tala og gjamma.
Þögnin, sem nú hafði verið rofinn, minnti á "þaðerveriðaðtalaumhungursneyðinaíDarfur" þögnina sem myndast gjarnan þegar maður borðar með fjölskyldunni fyrir framan kvöldfréttirnar.

"Þessir fokking sætu dúnhnoðrar sem andarungar eru" hugsaði ég "...þeir verða líklegast til við svona aðfarir, þ.e.a.s. ef kollan lifir þær af...þeir eru samt svo sætir að ég gæti étið þá."
Ég er fegin að hafa ekki verið foreldri við tjörnina í fyrradag.
Mig langar samt ekki að éta andarunga í alvöru, en mig langar mjög mikið að eiga einn þannig í baðkarinu. Og þegar hann ætlar að fara að sýna tilhneigingar til óknyttisláta þá verður hann siðaður til, hann endar sem fyrirmyndarönd tjarnarinnar, og það verður bylting.

Bra bra guðmóðir

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs