.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
föstudagur, apríl 08, 2005

Það verður að segjast að síðustu vikur hafa verið ansi öfgakenndar í lífi lítils svöluunga sem segir venjulega bara bíbíbí.
New York var.... og er...... punktur. Þetta er bara ótrúlegur staður og ég veit betur en að lýsa honum því það verður bara klisjukennt. Eina sem ég veit er að ég á eftir að búa þar, sjáiði til.
Meðal seinni hápunkta var að sjá eina celeb ferðarinnar- Hank Azaria, simpsons stjörnu með meiru. Svo fórum við í mikið partý í höfuðstöðvum GMF á Park avenue, Manhattan......en það var einmitt þar sem við hittum fyrrnefnan Hank Azaria sem var að tala inn á seríu 15 af "Gefmerfive toony cartoon".

Heimferðin var tregablandin enda beið mín hið erfiða verkefni að setja saman möppu fyrir grafíska hönnun í LHÍ á 5 dögum. Og svo fór að ég eyddi öllum mínum tíma eftir heimkomu við gerð möppuræksnisins og svaf að jafnaði 5 tíma á nóttu og loks 1 & 1/2 tíma nóttina fyrir skil.
En mappan sem átti að verða stórkostleg endaði í hreinskilni sagt í stórkostlegasta klúðri sem ég hef lent í. Mikil blótsyrði og tár féllu þegar mér varð ljóst að það var no turning back og allt mitt erfiði ýmislegur kostnaður hafði farið fyrir lítið. Atli var þó mér við hlið til að hugga mig í taugaáfallinu og á endanum setti ég mjög óhátíðlega saman það sem var ekki ónýtt og henti inn um bréfalúguna hjá Listaháskólanum..svona til að vera með. Um kvöldið var ég orðin svo þreytt að allt í hliðarsjón var með stropeljósa-effekti og það eina sem ég sagði var á barnamáli.
En ég hef jafnað mig eftir öll lætin og er núna spræk sem læk....ur og horfi björtum augum til framtíðar í ræsinu.



Swinger swallow.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs