.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, maí 01, 2005

Í desember og maímánuði hverjum átta ég mig á því hvað það var erfitt að vera uppi á miðöldum...
"Ohh bömmer, af hverju þurfti ég að fæðast inn í miðaldir..ohhh jæja þá.."
Ef það eru svona líf eftir dauðann þar sem maður er sendur aftur niður, kannski bara niður á einhvern tíma, þá segir Guð örugglega:
"Þú ert vond stúlka, ef þú hættir ekki að líkja englunum við hænur þá sendi ég þig til MIÐALDA" (sound effect: DAA DAA DAAAAA úúúúú).

Mér tókst samt að skrifa ritgerð um daginn sem hrakti þetta allt saman og var niðurstaða hennar að miðaldir hafi verið mjög fínar, þær séu einungis mjög miskildar af yngri kynslóðum. Riddarasögur, lútuleikur, streingleikar, Tídægra. Ég væri alveg til að vera hefðarmær uppí rúmi að lesa Tídægru. Frammi er systir mín að æfa sig á lútu fyrir streingleikakeppnina (IDOL) og svo er einhver svona gæi í sokkabuxnum fyrir utan gluggan hjá mér að raula:
"ó mín fagra fíkatú, ó ljúfa þú, I miss jú... dú dú dú".
Pabbi hellur yfir hann vatni úr fati og segir honum að snauta sér, svona eins og maður gerir við breimandi fressketti. Ég ligg bara áfram upp í rúmi og læt eins og ekkert hafi í skorist, glotti kannski lítið eitt yfir aðförunum að trúbadornum.
Svo fæ ég svarta dauða og drukkna í veikindum mínum ofaní bæjarbrunninum, eða eitthvað svona álíka miðaldalegt.

Góðar stundir í síð-nútímanum
Brunelleschi og Boccaccio

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs