.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, maí 08, 2005

Fyrir rúmri viku eignaðist ég svartan bardagafisk með glæsilegu bláu sporði til að setja í kúlu sem ég á. Ég sá fram á sæludaga með okkur fiskinum sem ég nefndi Pesci....... Eftir 3 daga kom ég að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus og þakinn hvítri loðinni slykju sem reyndist vera sveppasýking. Ekki leið að löngu áður en greyið Pesci minn dó. Mér þótti það mjög miður því ég var búin að ákveða það að hann ætti að lifa löngu, heilbrigðu lífi því ég hef áður á gullfiska með dræmum árangri.
Ég synti einn kílómetra það kvöld í minningu Pesci.

Miðvikudagskvöldið drakk ég svo sorgum mínum, og drakk þeim reyndar svo vel að ég varð alveg eiturhress enda spöruðum ég og Frk. Joensen ei vorn skó. Mér var dröslað upp í leigubíl eins og blautri tusku kl. að verða 6.
Daginn eftir var ég ekki upp á mitt besta en reyndi að vera fersk með því að setjast úti í góða veðrið við Austurvöll, hvít, kappklædd með kryppu, sólgleraugu og vígtennur. Fékk mér reyndar nammi góðar supernachos sem voru alveg -super fantastisch-... mmm nachos (styrkt af doritos)

Í fyrrakvöld, hins vegar, gerði ég dálítið nýtt. Ég fór ein í bíó. Og það í sambíó í Mjóddinni á nýja mynd, nánar tiltekið á "The hitchikers guide to the galaxy". Mér fannst það merkileg og dálítið skrítið því salurinn var nánast fullur og ég fann að manneskjurnar við hliðina á mér vissu að ég væri ein, og fólk sem fer eitt í bíó er skrítið. Ég var því frekar meðvituð um mig og í byrjun læddist paranoian að mér, fannst öll augu vera að gjóa á mig fyrirlitslega. En það er bara af því að ég er geðveik og komst fljótt yfir það.
En aftur á móti naut ég myndarinnar ábyggilega betur ein því þannig sér maður myndir algerlega á eigin forsendum. Og mér fannst myndin þar að auki mjög skemmtileg.

Niðurstaðan er s.s. Þessi:

a) Ég gæti farið aftur ein í bíó en samt ekki.
b) Þegar ég drekk mjög mikið verð ég stundum þunn daginn eftir
c) Fiskar virðast frekar vilja drepast en að vera í minni umsjá
d) Það var col. Mustard sem framdi morðið með kertastjaka í eldhúsinu....


-Svalbarði-

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs