.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
miðvikudagur, júní 01, 2005

Það er orðið ljóst að gefmérfiveliðar eru annars hugar þessa dagana.
Voða mikið að gera: vakna, borða, vinna smá, hugsa, tala og svona, mikið um pappírsvinnu og yfirvinnu. Stundum borða gefmérfiveliðar á nóttunni og sofa jafnvel fram yfir hádegi.
Af þessu má sjá að enginn tími gefst til skrifa á þessa síðu, aðeins til annarskonar skrifa, skrifa undir LÍN seðla og kvittanir ýmsar, svo eru sumir jafnvel að skrifa BA-ritgerð um blóðdrykkju og villimennsku ýmiskonar. De Sade, Dracula, Axlar Björn og nokkrir Tyrkir eru einmitt hér uppi á borðum.

Svalan flaug ekki aðeins inn í grafíska hönnun heldur einnig inn í myndlist, þannig að við megum búast við mörgum myndum á næstunni því myndlistin varð jú fyrir valinu, enda Svalan heilluð af verkum Giottos, Raphaels og Villa Vill.

Hitt skrípið býður eftir svörum um skólavist í Kanada-landi þar sem hún skráði sig til náms í rúsnesku, arabísku og mannfræði, skynsemi er hennar millinafn. Þar á eftir er stefnan tekinn á einskonar húga búga fræði, a.k.a. þróunar-mannfræði, eða kannski meira þjóðfræði/þróunarfræði/mannfræði/atvinnuleysi.

Hér ætla ég koma því að að (?) það er hægt að fá Durum með Shawarma á the Purple Onion þar sem Nonni var forðum, nú undir nafninu Shawarma samloka. Shalam Aleikum, shawarmaið hjá þessum gæjum er mjög gott, enda talar kokkurinn bara arabísku og er "nýinnfluttur" frá Dubai þar sem shawarmaið vex á trjánum.

Sem sagt, hér með er það tilkynnt opinberlega að höfuðstöðvar GFM eru í hýði komnar, þangað til seinna, kannski síðsumars, eftir nokkra duruma. Kannski kannski en þangað til, cheers og njótið sumarsins.

Brad und Sad
aka
Bryndís&Svala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs