.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, september 13, 2005

Jæja þá..

Mér þykir það afskaplega leitt að tilkynna ykkur fáu lesendum sem enn eru að kíkja hingað, að Gefmerfive hefur framlengt sumarfríið sitt um eitt ár..og jafnvel til eilífðarnóns...nema okkur verði sendur undirskrifarlisti að ári.

Bryndís er farin til Kanödu og verður þar með rauðhærðum manni næsta árið og Gefmerfivegellan er farin í barneignarfrí ásamt eiginmanni sínum, Hugh Hefner.
Svala er byrjuð að læra listir og er of mikill aumingi til þess að halda uppi stórkostlegum vef Gefmerfive alein næsta árið.
Bryndís verður þó með útlandablogg ásamt kæró: erlendarfrjettir.blogspot.com sem ég hvet alla til að setja á listann sinn.


En jæja, þá kveðjum við og eins og skáldið sagði forðum;

Takk fyrir matinn,
hann var góður!

Svala.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Það er orðið ljóst að gefmérfiveliðar eru annars hugar þessa dagana.
Voða mikið að gera: vakna, borða, vinna smá, hugsa, tala og svona, mikið um pappírsvinnu og yfirvinnu. Stundum borða gefmérfiveliðar á nóttunni og sofa jafnvel fram yfir hádegi.
Af þessu má sjá að enginn tími gefst til skrifa á þessa síðu, aðeins til annarskonar skrifa, skrifa undir LÍN seðla og kvittanir ýmsar, svo eru sumir jafnvel að skrifa BA-ritgerð um blóðdrykkju og villimennsku ýmiskonar. De Sade, Dracula, Axlar Björn og nokkrir Tyrkir eru einmitt hér uppi á borðum.

Svalan flaug ekki aðeins inn í grafíska hönnun heldur einnig inn í myndlist, þannig að við megum búast við mörgum myndum á næstunni því myndlistin varð jú fyrir valinu, enda Svalan heilluð af verkum Giottos, Raphaels og Villa Vill.

Hitt skrípið býður eftir svörum um skólavist í Kanada-landi þar sem hún skráði sig til náms í rúsnesku, arabísku og mannfræði, skynsemi er hennar millinafn. Þar á eftir er stefnan tekinn á einskonar húga búga fræði, a.k.a. þróunar-mannfræði, eða kannski meira þjóðfræði/þróunarfræði/mannfræði/atvinnuleysi.

Hér ætla ég koma því að að (?) það er hægt að fá Durum með Shawarma á the Purple Onion þar sem Nonni var forðum, nú undir nafninu Shawarma samloka. Shalam Aleikum, shawarmaið hjá þessum gæjum er mjög gott, enda talar kokkurinn bara arabísku og er "nýinnfluttur" frá Dubai þar sem shawarmaið vex á trjánum.

Sem sagt, hér með er það tilkynnt opinberlega að höfuðstöðvar GFM eru í hýði komnar, þangað til seinna, kannski síðsumars, eftir nokkra duruma. Kannski kannski en þangað til, cheers og njótið sumarsins.

Brad und Sad
aka
Bryndís&Svala

mánudagur, maí 16, 2005

Það er orðið ljóst að ég mun ekki iðjuleysingi vera næsta haust. Ég fékk inn í Grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands en ekki í myndlist sem ég sótti líka um, er reyndar nr. 2 á biðlista en nenni varla að púkka upp á það. En það er mjög gott að vita að allt erfiðið hafi skilað sér í einhverju...

Annars hef ég verið mikið letidýr síðustu vikur, það eina sem ég geri að vinna, sofa og borða laufblöð. Allt þar til að ég var orðin leið á letilífinu og ákvað að gera e-ð. Svo ég keypti mér hjól. Mjög fallegt svart frúarhjól með körfu og allt. Svo varð ég aftur löt og brá því á það ráð að drekka mjög mikið og dansa á laugardaginn og sunnudaginn ásamt góðum vinum, verða svo löt vegna drykkju dagana eftir.

Svona var líf mitt í hnetuskel þessa vikuna.

Annars hef ég uppgötvað leiðina til þess að eignast dýra og fallega hluti; gifta sig. Það er ótrúlegt hversu mörg tilvonandi brúðhjón koma í dýru húsgagnabúðina sem ég vinn í, tyggja tyggjóið sitt í stereo og gera brúðkaupsgjafalista með ótrúlega dýrum hlutum. Og gestirnir actually kaupa þetta dýra dót. Ótrúlegt....... Atli, viltu giftast mér?


Svahílí.

p.s. Langar í íbúð.. má gefa mér.

sunnudagur, maí 08, 2005

Fyrir rúmri viku eignaðist ég svartan bardagafisk með glæsilegu bláu sporði til að setja í kúlu sem ég á. Ég sá fram á sæludaga með okkur fiskinum sem ég nefndi Pesci....... Eftir 3 daga kom ég að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus og þakinn hvítri loðinni slykju sem reyndist vera sveppasýking. Ekki leið að löngu áður en greyið Pesci minn dó. Mér þótti það mjög miður því ég var búin að ákveða það að hann ætti að lifa löngu, heilbrigðu lífi því ég hef áður á gullfiska með dræmum árangri.
Ég synti einn kílómetra það kvöld í minningu Pesci.

Miðvikudagskvöldið drakk ég svo sorgum mínum, og drakk þeim reyndar svo vel að ég varð alveg eiturhress enda spöruðum ég og Frk. Joensen ei vorn skó. Mér var dröslað upp í leigubíl eins og blautri tusku kl. að verða 6.
Daginn eftir var ég ekki upp á mitt besta en reyndi að vera fersk með því að setjast úti í góða veðrið við Austurvöll, hvít, kappklædd með kryppu, sólgleraugu og vígtennur. Fékk mér reyndar nammi góðar supernachos sem voru alveg -super fantastisch-... mmm nachos (styrkt af doritos)

Í fyrrakvöld, hins vegar, gerði ég dálítið nýtt. Ég fór ein í bíó. Og það í sambíó í Mjóddinni á nýja mynd, nánar tiltekið á "The hitchikers guide to the galaxy". Mér fannst það merkileg og dálítið skrítið því salurinn var nánast fullur og ég fann að manneskjurnar við hliðina á mér vissu að ég væri ein, og fólk sem fer eitt í bíó er skrítið. Ég var því frekar meðvituð um mig og í byrjun læddist paranoian að mér, fannst öll augu vera að gjóa á mig fyrirlitslega. En það er bara af því að ég er geðveik og komst fljótt yfir það.
En aftur á móti naut ég myndarinnar ábyggilega betur ein því þannig sér maður myndir algerlega á eigin forsendum. Og mér fannst myndin þar að auki mjög skemmtileg.

Niðurstaðan er s.s. Þessi:

a) Ég gæti farið aftur ein í bíó en samt ekki.
b) Þegar ég drekk mjög mikið verð ég stundum þunn daginn eftir
c) Fiskar virðast frekar vilja drepast en að vera í minni umsjá
d) Það var col. Mustard sem framdi morðið með kertastjaka í eldhúsinu....


-Svalbarði-

sunnudagur, maí 01, 2005

Í desember og maímánuði hverjum átta ég mig á því hvað það var erfitt að vera uppi á miðöldum...
"Ohh bömmer, af hverju þurfti ég að fæðast inn í miðaldir..ohhh jæja þá.."
Ef það eru svona líf eftir dauðann þar sem maður er sendur aftur niður, kannski bara niður á einhvern tíma, þá segir Guð örugglega:
"Þú ert vond stúlka, ef þú hættir ekki að líkja englunum við hænur þá sendi ég þig til MIÐALDA" (sound effect: DAA DAA DAAAAA úúúúú).

Mér tókst samt að skrifa ritgerð um daginn sem hrakti þetta allt saman og var niðurstaða hennar að miðaldir hafi verið mjög fínar, þær séu einungis mjög miskildar af yngri kynslóðum. Riddarasögur, lútuleikur, streingleikar, Tídægra. Ég væri alveg til að vera hefðarmær uppí rúmi að lesa Tídægru. Frammi er systir mín að æfa sig á lútu fyrir streingleikakeppnina (IDOL) og svo er einhver svona gæi í sokkabuxnum fyrir utan gluggan hjá mér að raula:
"ó mín fagra fíkatú, ó ljúfa þú, I miss jú... dú dú dú".
Pabbi hellur yfir hann vatni úr fati og segir honum að snauta sér, svona eins og maður gerir við breimandi fressketti. Ég ligg bara áfram upp í rúmi og læt eins og ekkert hafi í skorist, glotti kannski lítið eitt yfir aðförunum að trúbadornum.
Svo fæ ég svarta dauða og drukkna í veikindum mínum ofaní bæjarbrunninum, eða eitthvað svona álíka miðaldalegt.

Góðar stundir í síð-nútímanum
Brunelleschi og Boccaccio

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Þær gerast varla súrari pabba-helgarnar en sú síðasta. Sperrtir pabbar, eldri konur með smáhunda og fjöldinn allur af börnum á leikskólaaldri standa við tjarnarbakkann og stara á stokksandarstegginn koma vilja sínum fram við stokksandarkollu.
Og það er enginn unaðsstund né rómantík, nei slíkar stundir og tíkur viku sér frá tjarnarbakkanum í þann mund sem steggurinn beit kolluna í hausinn og kaffærði henni hvað eftir annað.
Ég horfði á hörmungarnar, hálf vandræðaleg, fannst eins og hugsanlega gæti þetta verið mér að kenna. Pabbar, gamlar konur og leikskólabörn geta varla borið ábyrgð á öðru eins líferni saklausra anda sem segja venjulega bara "bra" og borða svo brauð.
En nú var ekki kvæði kvakað né brauð borðað, því nú kom að hóp-nauðgunaratriði miklu þar sem þrír grænhöfðar kepptust við að stúta, og njóta, kollunnar með barsmíðum ýmsum.
Undir brú hélt reiðingin og síðan sást ekki til kollunar meir, þetta minnti á smækkaða útgáfu af skertustu myndum stríðsmisþyrminga, með öndum í aðalhlutverkum.
"Hvert fór öndin?"" Spurði einn drengur út í loftið, hin börnin tóku undir.
Enginn þorði að segja neitt.
Ég var þá löngu hætt að fylgjast með blettinum þar sem kollan hvarf, svona eins og hún væri bara að hafa það náðugt á botni tjarnarinnar og enginn hafi hugsanlega kannski dáið.
Fljótlega byrjaði fólk aftur að tala og gjamma.
Þögnin, sem nú hafði verið rofinn, minnti á "þaðerveriðaðtalaumhungursneyðinaíDarfur" þögnina sem myndast gjarnan þegar maður borðar með fjölskyldunni fyrir framan kvöldfréttirnar.

"Þessir fokking sætu dúnhnoðrar sem andarungar eru" hugsaði ég "...þeir verða líklegast til við svona aðfarir, þ.e.a.s. ef kollan lifir þær af...þeir eru samt svo sætir að ég gæti étið þá."
Ég er fegin að hafa ekki verið foreldri við tjörnina í fyrradag.
Mig langar samt ekki að éta andarunga í alvöru, en mig langar mjög mikið að eiga einn þannig í baðkarinu. Og þegar hann ætlar að fara að sýna tilhneigingar til óknyttisláta þá verður hann siðaður til, hann endar sem fyrirmyndarönd tjarnarinnar, og það verður bylting.

Bra bra guðmóðir

laugardagur, apríl 23, 2005

Mikið sem það er gaman að sumarið er komið... eða næstum því komið...það er ábyggilega að læðast fyrir hornið í síðum frakka með hatt og sólgleraugu en í bikiní undir! Þið skiljið.
Ég er allavega búin í skólanum og sumarið því byrjað hjá mér, ég bíð bara eftir alvöru svölunum sem koma fljúgandi frá heitu löndunum, ég a.m.k held að fuglasvölur sé að finna hér á fróni. En ég er byrjuð að vinna, og missi væntalega af öllu feita dótinu, hangsi á austurvelli og svoleiðis sökum vinnutíma, en hey! ég kvarta ekki, sumarið er fínt, þótt maður missi af því...
Sumardagurinn fyrsti var allavega mjög fínn, ég fór í fyrsta skipti á línuskauta sem var mjög gaman enda mikil morðtól þar á ferð og hver hefur ekki gaman af morðtólum. Atli slóst með í för á hlaupahjóli og renndum við okkur niður í bæ á kaffi hljómalind sem er mjög indæll staður og það var gaman.

---
En að allt öðrum málum

það er eitt umræðuefni sem hefur legið á mér í þó nokkurn tíma. Síðustu föstudagskvöld hefur stöð 2 var verið að sýna þættina Reykjavíkurnætur sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Ég hef sá nokkra þætti með öðru auganu, sem var alveg nóg því hefði ég séð þá með báðum hefði illa farið. Þessir þættir eru algjör hörmung. Ég gat allavega ekki séð meira en 3 mínútur af honum (og það með öðru auganu!), enda persónusköpun og samtöl vægast sagt í verri kantinum. Ég er auk þess orðin mjög þreytt á þemanu "Við-erum-geðveikt-full-og-í-ruglinu-iðjuleysingja-miðbæjarrottur-með-komplexa-og-illa-skapaðir-karakterar-ohh-æli-æl-en-eigum-samt-að-vera-meinfyndin" í íslenskum bíómyndum og dagskrárgerð því engin önnur mynd af ungu íslensku fólki virðist vera dregin upp. Fyrir utan kannski myndina Dís þar sem ég var mjög ánægð að sjá ekki atriði inni á skemmtistað með berbrjósta stelpum og fólki að ríða á klósettinu og allir ógeðslegir.
... Eða hvað finnst ykkur?


SumarSvala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs